Staðnám (fjarnám í boði)

SharePoint, hönnun og smíði á verkbókhaldi og gæðakerfi

Námskeiðið er ætlað verktökum, iðnmeisturum, byggingarstjórum og öðrum sem vilja nýta sér SharePoint til að koma sér upp vönduðu verkefna- og gæðastjórnunarkerfi. SharePoint er hluti af Office 365 for business sem má móta að þörfum einstaklinga og fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum.

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur öðlast góða þekkingu á undirstöðuatriðum í SharePoint og hafa útbúið góðan grunn að verkefna- og gæðastjórnununarkefi sem stenst kröfur HMS fyrir iðnmeistara og byggingarstjóra sem þeir geta þróa áfram að vild út frá eigin forsendum. Ítarlegar auka leiðbeiningar fylgja námsgögnum fyrir þá sem vilja að námskeiði loknu halda áfram þróun á sérhæfðu verkbókhaldi fyrir viðameiri verkefni.

Sýnishorn af sambærilegum kerfum má sjá undir þessum link.

Nemendur þurfa að eiga eða hafa fullan aðgang að SharePoint.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband