Staðnám

Rafmagn I -Enska

Bifvélavirkjar-Bifreiðasmiðir

Þetta námskeið er sérstaklega ætlað þeim sem lítið hafa unnið í rafmagni eða vilja ná betri tökum  á grunn þáttum mælinga í rafkerfum bifreiða. Fjallað verðum um grunn atriði rafmagnsfræðinar með það að markmiði að þátttakandi hafi þekkingu til að geta byggt upp rafrásir, lesið rafmagnsteikningar og á endanum nýtt þá þekkingu til að framkvæma mælingar í rafkerfum bifreiða og nýtt þær í bilanagreiningu.

Námskeiðið verður byggt upp á blöndu af verklegum æfingum, bæði í sértækum kennslubúnaði sem og í raunverulegum bílum sem styðja við fræðin.

Að loknu þessu námskeiði á þátttakandi að vera öruggari og hæfari þegar kemur að því að finna, mæla og greina vandamál sem sem algengt er að komi upp í rafkerfum bifreiða

Farið verður yfir:

  • Grunnhugtök rafmagnsfræðinnar
  • Mæla spennu, straum og viðnám
  • Ohms lögmálið
  • Mismunandi gerðir rafrása
  • Notkun mælitækja (fjölsviðsmælir)
  • Virkni íhluta
  • Lesa og skilja rafmagsnteikningar
  • Spennufallsmælingar
  • Uppbyggingu bilanagreiningar rafkerfa

 

 

 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband