Hjólastilling, endurnýjun réttinda
Bifreiðasmiðir - Bifvélavirkjar
Námskeið til endurnýjunar fyrir rétthafa til útgáfu hjólstöðuvottorða ökutækja, sem verið hafa tjónaskráð í ökutækjaskrá, og til sérskoðunar samkvæmt faggildingarlista Samgöngustofu; US.355 Hjólastöðu- og burðarvirkisvottorð.
Réttindin þarf að endurnýja á fimm ára fresti.
Fulltrúar Samgöngustofu kynna breytingar sem orðið hafa á reglugerðum síðustu misserin og leiðbeinendur á sviði bílgreinarinnar fara yfir nýjustu tæknibreytingar í hjóla- og stýrisbúnaði bíla. Að námskeiðinu loknu þarf viðkomandi að óska eftir úttekt á vinnustað til að fá endurnýjaða heimild til útgáfu hjólstöðuvottorða næstu fimm árin. Frekari upplýsingar má nálgast hér.