Staðnám

Sólpallar og skjólgirðingar

Húsasmiðir

Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að smíða sólpalla og skjólgirðingar.  Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli húss, palls og skjólgirðinga. Sérstaklega er fjallað um skjól sem er forsenda þess að góðir útivistardagar á pallinum verði sem flestir. Farið er yfir gerð grindarteikninga, útfærslu og smíði. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Björn Jóhannsson landslagsarkitekt.  Hann hefur um margra ára skeið hannað lóðir og garða af öllum stærðum og gerðum.  Björn er höfundur bókarinnar Draumagarður og er hún hluti námskeiðsgagna.  Hann hefur einnig sett saman leiðbeiningarrit um smíði sólpalla og skjógirðinga, hellulagnir og hleðslur í görðum. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband