Staðnám

IMI Rafbílanámskeið þrep 4 - Bilanagreining og viðgerðir í lifandi kerfi

Bifvélavirkjkar

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Námskeiðið er  hannað til að gefa þeim sem vinna við viðgerðir og bilanagreiningu  raf/tvinn bíla  nægjanlega þekkingu hæfni til að vinna í lifandi kerfi s.s. þegar unnið er við háspennu rafhlöður en þar er hættan einmitt mest. 

Þessi vottun hefur verið þróuð í nánu samstarfi við sérfræðinga í bílgreininni, rafbílaframleiðendur, fræðsluaðila og IMI

Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiði 

Að hafa lokið IMI rafbílanámskeiði á þrepi 2.2. og 3 Einnig er gert  ráð fyrir að þátttakendur hafi töluverða almenna þekkingu á bifreiðum og starfi innan bílgreinarinnar. Æskilegt er að þátttakandi hafi sveinspróf innan bílgreinarinnar eða sambærilega menntun. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi skilyrði til þátttöku hafðu samband við okkur og við skoðum málið.

Hvað mun þátttakandinn læra á þessu námskeiði

Námsefni þessa námskeiðs hefur verið hannað til þess að gefa þátttakendum þá þekkingu og hæfni sem þarf til að sinna bilanagreiningu, prófunum og viðgerðum  raf-, tengiltvinn og tvinn bíla á öruggan hátt ( í lifandi spennu). Á námskeiðinu mun þátttakandi öðlast þekkingu og hæfni varðandi:

  • Uppbyggingu háspennurafhlaða
  • Að skipta út einingum/sellum úr háspennurafhlöðu
  • Virkni, bilanagreiningu og viðgerð í háspennukerfum(í lifandi spennu).

Þátttakendur sem ljúka þessu námskeiði mun því öðlast mikla þekkingu um virkni háspennurafhlaða raf/tvinn bíla og hvernig staðið að viðgerðum og útskiptum á hlutum innan háspennukerfisins(í lifandi spennu).

Námsmat

Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í  Bretlandi og lýkur með tveim verklegum æfingum og skriflegu verkefni.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
22.04.2024mán.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
23.04.2024þri.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
24.04.2024mið.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband