Kælitækni mat og vottun
Vélstjórar - málmtæknimenn
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Að loknu námskeiðinu þekkir þú Kyoto og Montreal bókanirnar. Farið er í uppbyggingu kæli- og frystikerfa, helstu íhluti þeirra, tákn og táknmyndir, mælabrettið og notkun þess, mengunarhættu frá kælikerfum ásamt gildandi reglugerðum um kælimiðla, áhrif yfirhitunar og undirkælingar kælimiðils. Þá verður farið í áfyllingu kælimiðils og endurheimt kælimiðils. Skipt verður um smurolíu á kælipressum á öruggan hátt. Með þessa þekkingu að vopni geturðu bilanaleitað kælikerfi, leitað að leka, stillt há- og lágþrýstiliða, afhrímað kerfið, stillt yfirhitun og undirkælingu, bætt á og tæmt kerfi af kælimiðli og smurolíu. Nemandi veit í lok yfirferðar hvað má og hvað má ekki varðandi flúoraða kælimiðla. Lóðningar eru kenndar og farið yfir hvernig á að slaglóða á öruggan hátt.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
06.05.2024 | mán. | 09:00 | 16:00 | Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) |
07.05.2024 | þri. | 09:00 | 16:00 | Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) |