Staðnám (fjarnám í boði)

Endurnotkun byggingarefna

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði

Fræðslufundur fyrir iðnaðarmenn, verktaka, hönnuði og aðra sem starfa í bygginariðnaði.

Hefur þú velt fyrir þér hvernig þú getur endurnotað meira af efni eða vörum í starfi? Við getum hjálpað þér að finna svörin við því á þessum stutta fundi.

Dr. Katarzyna Jagodzińska, sérfræðingur í efnis- og orkunýtingu frá Grænni Byggð flytur fyrirlestur um reynslu og hagnýtar leiðbeiningar um meðhöndlun ýmissa byggingarefna og hluta (t.d. glugga, hurðir, hreinlætistæki (baðherbergi), ljós  og eldhúsinnréttingar) til endurnotkunar.

Hugi Hreiðarsson annar eigenda og stofnandi Efnisveitunnar ræðir um helstu áskoranir þeirra við endurnýtingu. Hann mun einnig segja frá tveimur nýjum verkefnum sem nú eru í gangi við niðurtöku á byggingarefni.

Fundurinn fer að hluta fram á ensku en íslenskur þýðandi verður til staðar í fyrirspurnatíma.

Fundurinn fer fram í húsnæði Iðunnar í Vatnagörðum 20 en verður einnig í streymi á Teams.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
07.05.2024þri.08:3010:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband