Staðnám (fjarnám í boði)

Tækniframfarir í samgöngum

Ökukennarar

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Hugtakið fjórða iðnbyltingin vísar til tækniframfara undanfarinna ára og þess sem er í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfvirknivæðingu, þar með talið farartækja, og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Ein af tækniframförunum er meðal annars rafdrifnar bifreiðar, sjálfvirknivæðing og þróun sjálfkeyrandi bifreiða. Stöðugt er verið að vinna að því að auka öryggi í umferðinni og minnka umhverfisáhrif.  Mikilvægt er að ökukennarar og ökukennsla sé í takt við tækninýjungar hvers tíma og að ökukennarar séu upplýstir um hvernig nýta má tæknina í ökukennslu. Einnig þurfa ökukennarar að vita hvaða lög og reglur gilda um þennan búnað og tækni í kennslunni. Með þeim hætti geta ökukennarar tryggt að kennslan haldist í hendur við helstu framfarir og þróun sem verður á sviði samgöngutækja. 

Hæfniviðmið: 

Ökukennarar skulu geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem þeir hafa aflað sér til að:

• þeir séu meðvitaðir um þá þróun og framfarir sem eiga sér stað á sviði samgöngutækni, 

• þekkja helstu nýjungar í bifreiðum,   

• átta sig á hvernig nýjungar tengjast ökukennurum og ökukennslu, 

• þekkja hvaða reglur og lög gilda um kennslubifreiðar.  

 

Á þessu tiltekna námskeiði verður farið yfir það helsta í tengslum við framþróun fólksbifreiða og verður snert á meðal annars öryggisbúnaði bifreiða(ADAS), rafvæðingu, aukinni tengingu bifreiða við umheiminn og framtíðarsýn.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
25.04.2025fös.14:3017:00Ökukennarafélag íslands - Þarabakki
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband