image description

Prent- og miðlunargreinar

Markmið Iðunnar fyrir prent- og miðlunargreinar er að sinna símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun sem eru löggiltar iðngreinar.

Gillian Stewart heldur vinnusmiðju í bókbandi og segir frá verkum sínum. Markmið vinnusmiðjunnar er að þátttakendur læri fjölbreyttar og skapandi aðferðir Gillian og að veita innsýn í ferlið á bakvið handgerð bókverk með áherslu á liti, áferð og efnisnotkun. Farið verður í handlitanir og prentun á leðri, skreytingar á kanti blaðsíðna, Craquelle-áferð og notkun segla í bókbandi.

Lengd

...

Kennari

Kennari frá IÐUNNI

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Á þessu námskeið skoðum við heillandi heim gervigreindar og finnum út úr því hvernig hönnuðir geta nýtt sér öflug tól og nýjar aðferðir í vinnu sinni.

Lengd

...

Kennari

Steinar Júlíusson

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

12.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

3.500 kr.-

Fullt! - Skrá mig á biðlista! Nánari upplýsingar

Forritið Davinci Resolve hefur svo sannarlega sótt í sig veðrið undanfarin ár og er af mögum talið fremst meðal jafningja. Á þessu námskeiði eru þátttakendur leiddir í gegnum helstu grunnatriðin og fá innsýn í það sem skiptir máli við vinnslu myndbanda.

Lengd

...

Kennari

Steinar Júlíusson

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

36.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Við eyðum mestum tíma með myndirnar okkar á skjánum – að vinna með þær, fínpússa og deila þeim. En ef skjárinn sýnir ekki rétta liti, hvernig getum við þá treyst því að myndirnar okkar líti út eins og við viljum? Á þessu námskeiði kynnir Art Suwansang sérfræðingur í litastýringu og kalibreringu einfaldar og árangursríkar aðferðir til að stilla af liti. Þú lærir að setja upp skjáinn þinn á réttan hátt, hvaða tæki og stillingar skila raunverulegri litaupplifun – og hvers vegna vélbúnaðarkalibrering getur skipt öllu máli, sérstaklega ef þú ætlar að skila af þér góðu prentverki.

Lengd

...

Kennari

Kennari frá IÐUNNI

Staðsetning

IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Fullt verð:

26.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.500 kr.-

SKRÁ MIG Nánari upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband