image description
Staðnám

Skráning - Hjólaviðgerðir

Hjólaviðgerðir – grunnnámskeið Viltu öðlast sjálfstraust í að annast hjólið þitt í öruggu umhverfi og góðum félagsskap? Eða rifja upp gamla takta? Þá gæti þetta námskeið hentað þér. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendum kleift að öðlast grunnskilning á virkni og viðhaldi reiðhjóla. Lögð er áhersla á að námskeiðið sé aðgengilegt, einstaklingsmiðað og opið öllum – óháð fyrri reynslu. Engin forkunnátta er nauðsynleg, en þátttakendur þurfa að geta lyft hjólinu sínu í viðgerðastand. Hver og einn kemur með sitt eigið hjól og vinnur að því á eigin hraða. Fyrirkomulag námskeiðsins: Námskeiðið er þrjú kvöld, fyrsta kvöldið samanstendur af fræðslufyrirlestrum og undirbúningi fyrir almennt viðhald reiðhjóla. Seinni tvö kvöldin samanstanda fyrst og fremst af verklegri kennslu og þjálfun. Eftir afhendingu námskeiðsgagna fær hver þátttakandi sína vinnustöð. Leiðbeinandi gengur á milli og veitir aðstoð eftir þörfum. Æskilegt er að þátttakendur komi með gírahjól í nothæfu ástandi (ekki hjól sem hafa staðið óhreyfð utandyra í langan tíma). Hjól með innbyggðum gírum henta síður fyrir þetta námskeið.

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 39900 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 14900 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband