Málmsuðudagurinn - 4. maí
Þann 4. maí nk. heldur IÐAN fræðslusetur málmsuðudaginn í samstarfi við Málmsuðufélag Íslands.

IÐAN fræðslusetur heldur málmsuðudaginn í samstarfi við Málmsuðufélag Íslands. Boðið verður upp á fyrirlestra um nýjungar í málmsuðu. Einnig verða íslenskir birgjar suðuvélaframleiðenda með kynningu og sýningu á helstu nýjungum í málmsuðu.
Málmsuðudagurinn verður haldinn í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20 og er dagskrá frá 10.00 - 16.00.
Dagskrá
10.00 - Húsið opnar. Sýning á öllu því helsta nýjasta á sviði málmsuðu á Íslandi
13.00 - Tæknimaður frá Fronius kynnir nýjustu TIG suðuvélar frá Fronius
14.00 - Gústaf Adólf Hjaltason IEW „Af hverju í ósköpunum þurfum við að taka hæfnispróf"
Hægt verður að prófa helstu suðuvélar á sýningunni.