Við erum líka á LinkedIn

IÐAN fræðslusetur er með samastað á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, s.s. Twitter, Instagram, Facebook og auðvitað LinkedIn.

    Í stuttu máli sagt þá er LinkedIn atvinnulífsmiðaður samfélagsmiðill fyrir fagfólk og hér er ekki um að ræða neina smásmíði. Þegar þetta er skrifað eru notendur á LinkedIn yfir 690 milljónir á heimsvísu og þar má finna yfir 50 milljón fyrirtæki. Hvað stærð varðar þá kemst LinkedIn ekki með tærnar þar sem Facebook eða Instagram hefur hælana, en LinkedIn er miklu sérhæfðara samfélag og því sjá bæði fyrirtæki og einstaklingar sér hag í að halda þar til.

    Það skiptir ekki máli hvort þú vinnur sem sölumaður hjá smáverslun eða framkvæmdastjóri stórfyrirtækis, LinkedIn er vettvangurinn þar sem þú tengist öðrum í atvinnulífinu, miðlar af eigin reynslu og uppgötvar tækifæri til að efla þinn starfsferil. Og ef svo vill til að þú hefur hug á að skipta um starfsvettvang þá er LinkedIn fyrsti áfangastaðurinn í leitinni að nýjum vinnuveitanda. Þannig er það að minnsta kosti víðsvegar erlendis og reyndin er sú að hér á landi eru stöðugt fleiri að uppgötva og nýta sér þennan miðil.

    Það er vel þess virði að fylgjast með IÐUNNI fræðslusetri á LinkedIn. Nýjasta greinin okkar þar á bæ nefnist Microsoft, símenntun og fjórða iðnbyltingin og fjallar um alþjóðlegt stórátak Microsoft í símenntunarmálum. Stofnaðu aðgang að LinkedIn, ef þú ert ekki þegar búin af því og vertu velkomin til okkar.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband