IÐAN fræðslusetur og takmarkanir í samkomubanni

Hjá IÐUNNI fræðslusetri höldum við í heiðri tveggja metra regluna og sjáum til þess að ætíð séu færri en 100 einstaklingar samankomnir á sama rými í Vatnagörðunum.

    Við tryggjum einnig aðgang að handsótthreinsi fyrir starfsmenn og gesti og leggjum áherslu á almennt hreinlæti. Þá sinnum við vel þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta. Skrifstofur IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 eru opnar en við hvetjum alla til að kynna sér þjónustuframboðið og námskeiðsskráningu á vef okkar.

    Nú styttist í að fyrstu námskeið IÐUNNAR á haustönn hefjist og verður tilkynnt um endanlegt fyrirkomulag á námskeiðshaldi um leið og ljóst er hvaða stefnu stjórnvöld taka í samkomumálum. Skráning á námskeið er hafin og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að raska dagskrá sem minnst. Athygli er vakin á því að mikill fjöldi námskeiða er í boði í fjarnámi samhliða staðbundnu námi.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband