Gervigreind metur ástand búnaðar

Fyrirtækið HD er farið að nota gervigreind til að meta ástand á búnaði.

Jóhannes Steinar Kristjánsson
Jóhannes Steinar Kristjánsson

    Óskar Grétarsson leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni spjallar hér við Jóhannes Steinar Kristjánsson þjónustustjóra HD.

    Forsagan er sú segir Jóhannes að við hjá HD eru komnir mikið út í ástandsgreiningar á vélbúnaði sem felst í eftirliti og rótargreiningu. Í dag notum við til þess gervigreind sem er mun skilvirkari en eldri aðferðir s.s. titringsmælingar.

    Jóhannes segir að hugsunin sé í raun einföld. Í stað þess að vera með gamlar mælinga þá eru bilanir greindar og gervigreindin veit hvað þarf að laga. Þannig er alltaf verið að vinna með niðurstöður í rauntíma. Með því ertu komin í þá aðstöðu að geta séð nákvæmlega í hvaða ástandi vélbúnaðurinn er í hverju sinni.

    Á þennan hátt segir Jóhannes að hægt sé hámarka árangur í stað þess að tapa tíma í almennum viðgerðum sem eru oft mjög tímafrekar.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband