Byggt úr hampsteypu á Íslandi

Iðan fór á vettvang í Gufunesi til að kynna sér rannsóknir á hampsteypu

  Þar kynna þau Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski arkitektar hjá Lúdika rannsóknir sínar á hampsteypu sem byggingarefni í tilefni af Hönnunarmars.

  Við fræðumst um eiginleika byggingarefnisins og möguleikum hampsins í íslenskum aðstæðum en á næstu vikum munu þau reisa smáhýsi úr hampsteypu og nýta einnig innlend og endurnýjanleg hráefni í bygginguna.

  Afrakstur vinnunnar verður ítarleg skýrsla og vegvísir fyrir aðra sem vilja nota hampsteypu í byggingar og stuðla að sjálfbærum og umhverfisvænum byggingariðnaði.

  Anna og Jan fengu nýverið styrk úr Aski- mannvirkjarannsóknasjóði fyrir verkefnið: „Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi“ og vinna að námskeiði í haust með Iðunni fræðslusetri um hampsteypu í byggingariðnaði.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband