Námið í matvælagreinum við MK

17. janúar 1997 var hátíðisdagur í Menntaskólanum í Kópavogi. Þann dag var formlega tekin í notkun verknámsálma sem hýsti nám í matvælagreinum.

Baldur Sæmundsson
Baldur Sæmundsson

    Gestur hlaðvarpsins er Baldur Sæmundsson sem vart þarf að kynna, en hann er með meistararéttindi í mat- og framreiðslu og gríðarlega reynslu á báðum sviðum. Baldur hefur starfað sem kennari við MK um árabil.

    Baldri er tíðrætt um þau tækifæri sem ungt fólk fær í náminu bæði hvað varðar keppnir og að skapa sér bæði nafn og starfsferil sem fagfólk í sinni grein. Hann er hér í fræðandi og skemmtilegu spjalli um námið í MK og þær breytingar sem hafa orðið í áranna rás.

    Hér er á ferðinni fjórði þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættirnir fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband