Nýsveinar taka á móti sveinsbréfum

Nýsveinar og aðstandendur fjölmenntu á hátíðlega athöfn á Hótel Nordica

    Það var glæsilegur hópur nýsveina sem fékk sveinsbréfin sín afhend við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í vikunni.

    Alls útskrifuðust nýsveinar úr átta greinum, en þær eru:

    • Ljósmyndun
    • Prentsmíð-grafísk miðlun
    • Hársnyrtiiðn
    • Snyrtifræði
    • Bifvélavirkjun
    • Veggfóðrun- og dúklögn
    • Rennismíði
    • Vélvirkjun

    103 nýsveinar fengu gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fagfélögum og meistarafélögum. Einnig gáfu nokkur fyrirtæki gjafir til nýsveina sinna greina. Þá voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunnir á sveinsprófi í hverri grein.

    Um 300 gestir mættu á Nordica til að samfagna með nýsveinunum og var þetta í fyrsta skiptið sem snyrtifræðingar taka þátt í þessari athöfn. Tónlistarmennirnir Sæmundur Rögnvaldsson sem syngur og leikur á trompet, Þorgrímur Þorsteinsson á gítar og Örn Ýmir Arason á kontrabassa fluttu ljúfa tóna.

    Við óskum nýsveinum hjartanlega til hamingju með áfangann og bjóðum þá velkomna í hóp fagfólks í iðnaði.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband