Fræðslukerfi fyrirtækja

Vettvangur til að búa til og halda utan um námsefni og námskeið

Sólon Guðmundsson, eigandi Avia
Sólon Guðmundsson, eigandi Avia

    Fyrirtækið Avia hóf starfsemi sína árið 2021. Í upphafi þjónustaði fyrirtækið eingöngu fyrirtæki í flugrekstri en þar er mikil krafa um þjálfun og fræðslu.

    Sólon Guðmundsson eigandi Avia segir að þegar Covid skall á hafi fyrirtækið þurft að leita annarra leiða en staðbundin námskeið, til að miðla fræðslu. Þá fóru önnur fyrirtæki að spyrjast fyrir um þjónustuna sem í dag telur m.a. ferðaþjónustufyrirtæki, orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, framleiðslufyrirtæki og sveitarfélög og stofnanir. 

    Fyrirtækið hefur byggst hratt upp og fljótlega fundu forsvarsmenn þess fyrri því að þá vantaði miðlægt kerfi til að halda utan um fræðsluna. Kerfið hýsir námsefni og námskeið og í því er mikil sjálfvirkni. Auðvelt er fyrir stjórnendur að fylgjast með framvindu starfsfólks sem getur farið á sínum eigin hraða í gengum námskeiðin og stjórnað sjálft þannig sinni endurmenntun.

    Þó svo að grunnurinn sé fræðslukerfi er einnig hægt að fá viðbætur í formi apps og samfélags þar sem hægt er að mynda hópa og skiptast á skilaboðum og umræðum.

    "Helstu kostir kerfisins eru þeir að þetta er eitt kerfi sem leysir nokkur kerfi af hólmi, hægt er að fá það sérsniðið að þörfum hvers og eins fyrirtækis og það er einfalt að vinna í því" segir Sólon. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband