Fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði
Tími og staðsetning fræðslu er stærsta áskorunin
Ragnheiður Björgvinsdóttir mannauðsstjóri er hér í léttu og skemmtilegu spjalli við Evu Karen Þórðardóttur um fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði en hann er stærsti þjóðgarður í vestur Evrópu og nær yfir 15% af Íslandi. Þjóðgarðurinn nær til átta sveitafélaga.
Starfsfólk sem starfar við þjóðgarðinn allan ársins hring er um 50. Sumarið er svo mjög annasamur tími þar sem við bætast 70 stöðugildi sem dreifast út um allt land. Fræðslan er því ákveðin áskorun.
„Fræðsla fyrir sumarstarfsfólk er nokkuð rútíneruð“ segir Ragnheiður, en auk þess þarf að fræða starfsfólk m.a. um skyndihjálp, um náttúruna, grænu málin, akstur breyttra bifreiða o.fl.
Ragnheiður fjallar hér um hvernig fyrirtækið greinir fræðslu og setur upp framboð með tilliti til aðstæðna og tíma. Þær spjalla einnig um endurgjöf á fræðslu og hvaða aðferðir virka best í síbreytilegu umhverfi þjóðgarðsins.