Auglýsing um sveinspróf

Stefnir þú á sveinspróf?

    Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir ef næg þátttaka næst:

    • Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl
    • Í byggingagreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl
    • Í blikksmíði júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl
    • Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur er til 1. júlí
    • Í veiðarfæratækni í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl
    • Í stálsmíði júní. Umsóknarfrestur til 15. apríl
    • Í snyrtifræði í október. Umsóknarfrestur er til 15.ágúst
    • Í hársnyrtiiðn í september/október. Umsóknarfrestur er til 1. júlí
    • Í bifreiðasmíði og bílamálun í júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl
    • Í bifvélavirkjun í september. Umsóknarfrestur er til 1. júlí
    • Í hönnunar og handverksgreinum í júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí

    Nánari dagsetningar verða birtar á vef Iðunnar fræðsluseturs um leið og þær liggja fyrir

    Með umsókn skal leggja fram afrit námssamnings, lífeyrissjóðsyfirlit eða staðfestingu frá skóla úr rafrænni ferilbók og burtfararskírteini með einkunum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2024.

    Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast hér.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband