Ný tækni - miklir möguleikar!

N. Hansen er lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri. Það var sett á laggirnar árið 2006 og er vel mannað menntuðu og reynslumiklu fagfólki i iðnaði.

    Fyrirtækið býr yfir tæknibúnaði og þekkingu á sviði þrívíddarprentunar og lögð er áhersla á að bregðast hratt og vel við þörfum í íslenskum iðnaði.

    N. Hansen er leiðandi þegar kemur að þrívíddarprentun á stáli. Í prentunardeild fyrirtækisins eru í notkun 4 plastprentarar og 2 stálprentarar undir verkstjórn Arnórs Inga Hansen og liðsmanna hans. Við stálprentunina er notast við MetalFuse kerfi frá Raise 3D, en uppsetningu á því lauk í byrjun árs 2024 og var N.Hansen annað fyrirtækið i heiminum til að bjóða upp á fullunna stálprentaða hluti frá þessum framleiðanda.

    Í meðfylgjandi myndskeiði leiða þeir Arnór Ingi og Gunnar Már okkur í allan sannleikann um þrívíddarprentun á málmhlutum.

    Það er alltaf skemmtilegt að geta kynnt félagsfólki okkar og áhugasömum nýja vinkla sem tengjast iðnaðinum. Takk fyrir góðar móttökur og fróðlega frásögn inn í fræðslustarfið hjá Iðunni fræðslusetri. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband