Augnablik í iðnaði
Hlaðvarp IÐUNNAR fræðsluseturs
Orkuskipti í bílgreinum
Nám í bíliðngreinum, staða og framtíðarhorfur
Rafeldsneyti og orkuskipti

„Þú verður alltaf að hugsa um þetta sem verðmæti en ekki eitthvað ónýtt drasl,“ segir Aðalheiður Jacobsen framkvæmdastjóri Netparta

Þeir Valur Helgason og Gunnlaugur Jónsson bifreiðasmiðir eru með áralanga reynslu í réttingum bíla og segja þeir umhverfi breytast hratt. Vinnubrögðin þurfa að fylgja því eftir.

Mikilvægt er að endurmennta fólk svo það geti tekist á við breyttar áherslur í sínum störfum segja kennarar og verkfræðingar frá GTC í Gautaborg, en þau vinna náið með Volvo í Svíþjóð.
Ferlið byrjaði með því að við keyptum rafbílahermi með ítarlegum kennsluleiðeiningum segir Sigurður Svavar Indriðason, sviðstjóri bílgreinasviðs IÐUNNAR

Emil Grímsson framkvæmdastjóri Arctic Trucks hefur verið lengi í bransanum og séð fyrirtækið þróast í það að vera eitt fremsta í heiminum í sínum geira. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast um leið mikillar nákvæmni.

Ingibergur Elíasson er enginn nýgræðingur í bílabransanum. Hann hefur starfað í bíliðngreinum í mörg ár og fer hér yfir þróun fagsins síðustu ár.

Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, mætti nýlega í Augnablik í iðnaði og fræddi okkur um allt það sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi hleðslu rafbíla.
- 12