Sveinspróf
Sveinspróf eru haldin a.m.k. einu sinni á ári í hverri iðngrein ef næg þátttaka næst. Til að fá frekari upplýsingar um sveinsprófið s.s. uppbyggingu sveinsprófs og nánari upplýsingar til próftaka velur þú viðeigandi grein hér fyrir neðan.
Almennar upplýsingar um sveinspróf er hægt að nálgast hér.
Þegar nemi hefur útskrifast úr skóla og lokið samningsbundnu vinnustaðanámi getur hann sótt um sveinspróf. Með umsókninni þarf að fylgja afrit af burtfararskirteini úr skóla og lífeyrissjóðsyfirlit til að staðfesta vinnustaðanám skv. námssamningi.
Próftaki sem óskar eftir sérúrræði í sveinsprófi þarf að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa.
Sveinspróf | Texti |
---|---|
Bifvélavirkjun | Næsta sveinspróf í bifvélavirkjun verður haldið dagana 29. september til 1. oktober nk. Umsóknarfrestur var til 15. júní sl. |
Prentun | Næsta sveinspróf í prentun verður haldið í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. |
Ljósmyndun | Næsta sveinspróf í ljósmyndun í sept/okt. Umsóknarfrestur er til 15.ágúst 2022 |
Grafísk miðlun | Næsta sveinspróf í Grafískri miðlun verður haldið í sept 2022. Bóklegt próf 15.sept, verklegt próf 20. og 21. sept 2022. Umsóknarfrestur er til 15.ágúst 2022 |
Bókband | Næsta sveinsprófi í bókbandi verður haldið í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. |
Snyrtifræði | Næsta sveinspróf í snyrtifræði verður 30.sept - 2. október 2022. Umsóknarfrestur er til 15.ágúst 2022. |
Hársnyrtiiðn | Næsta próf í hársnyrtiiðn verður í sept og okt 2022. Bóklegt próf verður mánudaginn 19.september. Verklegt próf verður haldið í Tækniskólanum 1. og 2. október, í Hárakademíunni 8. og 9. október., á Akureyri 15.október. Umsóknarfrestur er til 5.ágúst 2022. |
Netagerð | Næsta sveinspróf í netagerð verður haldið 19. og 20. maí 2022 . Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022 |
Stálsmíði | Næsta sveinspróf í stálsmíði verður haldið í 01. - 03.júní 2022 . Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022 |
Vélvirkjun | Næsta sveinspróf í vélvirkjun verður haldið 9. - 11. sept. Umsóknarfrestur er til 15.júní. |
Rennismíði | Næsta sveinspróf í rennismíði verður haldið 2. - 4. sept 2022 . Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022 |
Blikksmíði | Næsta sveinspróf í blikksmíði verður haldið í maí/júní 2022 . Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022 |
Matreiðsla | Sveinspróf í matreiðslu verður haldið í 1-3. júní í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi. Umsóknarfrestur var til 1.apríl. Næstu sveinspróf verða haldinn í janúar 2023. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember |
Kjötiðn | Sveinspróf í kjötiðn verður haldið í janúar 2023 ef næg þátttaka næst . Umsóknarfrestur er til 1.nóvember 2022 |
Framreiðsla | Sveinspróf í framreiðslu verður haldið 1.- 3. júní í Hótel og matvælaskólanum. Umsóknarfrestur var til 1.apríl. Næstu próf verða haldinn í janúar 2023. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k. |
Bakaraiðn | Sveinspróf í bakaraiðn verður haldið í 1-3 júní. Umsóknarfrestur var til 1. apríl 2022. Nánari tímasetning prófanna: Munnleg fagpróf verða haldin miðvikudaginn 25.maí frá kl. 14 – 16 í Vatnagörðum 20. Hópur 1 byrjar miðvikudaginn 1.júní, frá kl. 10 – 14 og fimmutdaginn 2.júní frá kl. 8 – 14. Samtals 10 klst. Hópur 2 byrjar fimmutudaginn 2.júní frá kl. 14.30 – 18.30 og föstudaginn 3.júní frá kl. 8 – 14. Samtals 10 klst. Sameiginleg prófsýning verður föstudaginn 3. júní kl.17 |
Söðlasmíði | Næsta sveinsprófi í söðlasmíði verður haldið í maí/júní 2022. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022. |
Skósmíði | Næsta sveinspróf í skósmíði verður haldið í maí/júní 2022. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022. |
Kjólasaumur | Næsta sveinspróf í kjólasaum verður haldið dagana 30. maí til 3. júní nk. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022. |
Klæðskurður | Næsta sveinsprófi í klæðskurði verður haldið dagana 23. til 27. maí nk. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022. |
Gull- og silfursmíði | Næsta sveinsprófi í gull- og silfursmíði verður haldið dagana 30. maí til 3. júní nk. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2022. |
Veggfóðrun og dúkalögn | Sveinspróf í veggfóðrun og dúklögnum verður haldið í september 2022 í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs. Nánari dagsetning verður birt hér um leið og hún liggur fyrir. |
Múraraiðn | Sveinspróf í múraraiðn verður haldið í lok maí, byrjun júní 2023. Umsóknarfrestur er til 1.apríl 2023 |
Húsgagnasmíði | Sveinspróf í húsgagnasmíði verður haldið í september/október 2022. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2022 |
Næsta sveinspróf í húsasmíði verður haldið í janúar 2023. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. | |
Bifreiðasmíði | Næsta sveinspróf í bifreiðasmíði verður haldið dagana 13., 14., 15. og 16. júní nk. Umsóknarfrestur var til 15. apríl sl. |
Bílamálun | Sveinspróf í bílamálun verður haldið dagana 9., 10. og 11. júní nk. Umsóknarfrestur var til 15. apríl sl. |
Málaraiðn | Sveinspróf í málaraiðn verður haldið í janúar 2023 ef næg þátttaka næst. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. |
Pípulagnir | Sveinspróf í pípulögnum verður haldið í janúar 2023 ef næg þátttaka næst. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k. |