Staðnám

Súrkálsgerð

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Það er margt hægt að gera til að bæta heilsuna. Eins og flest hafa heyrt er góð melting og heilbrigð þarmaflóra okkur afar mikilvæg. En hvað getum við gert sjálf til að bæta hana? Hér leiða saman hesta sína Birna, einn helsti sérfræðingur landsins í þarmaflórunni og súrkálsdrottningin Dagný.

Áhersla er lögð á að skoða áhrif örveruflóru þarmanna á heilsu og farið yfir hvernig mataræði og mjólkursýrugerlar geta haft jákvæð áhrif. Einnig skoðað hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvað er til ráða. Rýnt verður í nýjustu rannsóknir á mjólkursýrugerlum og súrkáli í tengslum við heilsu. Praktískt, skemmtilegt, fræðilegt og bragðgott námskeið.

Á námskeiðinu er fjallað um:
Þarmaflóruna og meltingarveginn.
Áhrif þarmaflóru á heilsu.
Hvað mjólkursýrugerlar geta gert fyrir okkur.
Hvað vísindin segja um súrkál og mjólkursýrugerla.
Að njóta þess að borða súrkál og annað gerjað grænmeti.

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera margs fróðari um mikilvægi þarmaflórunnar og hafa öðlast innsýn í hlutverk mjólkursýrugerla í því samhengi. Auk þess að læra að gera sitt eigið súrkál og smakka fjöldann allan af ljúffengum gerðum af súrkáli.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
21.11.2023þri.19:0022:00Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
23.11.2023fim.19:0022:00Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband