Enska fyrir atvinnulífið - test3

Allar iðngreinar og aðrir áhugasamir

Enskan gegnir ákveðnu hlutverki í bæði almennum samskiptum og í atvinnulífinu. Umræðan um sjálbærni og starfræna umbreytingu eru dæmi um hraðar breytingar í alþjóðlegum heimi. Samvinna milli landa er orðin algengari og vinnustaðir eru margir hverjir alþjóðlegir. Að geta hagnýtt ensku er nauðsynleg í nútíma samfélagi. Bylting hefur orðið í aðgengi að alskonar efni sem er bæði ótalsett og ótextað og kerfst skilnings.  Einnig veitir enskukunnátta okkur innsýn í fjölbreyttan menningarheim. Af þessu má vera ljóst að enskukunnátta er mikilvæg hverjum einstaklingi í nútímasamfélagi og á öllum sviðum mannlífsins. Námskeiðið verður kennt í fjarnámi og krefst þess að þátttakendur leysi ákveðin verkefni. Markmið með námskeiðinu að það verði hagnýtt, skemmtilegt og veiti innsýn inní brýn efni dagsins í dag, eins og 4. iðnbyltinguna, notkun efnisveitna, sjálfbærni og umhverfismál ásamt mikilvægi öryggismála. þátttakendur efla sína þekkingu á þessum málaflokkum í gegnum enska tungu.

Kennararnir eru reynslumiklir ensku kennara. Annar er dósent við Háskóla Íslands og hinn var ensku kennari til margra ára en hefur einnig mikla reynslu úr ferðaþjónustu og hefur unnið í kvikmyndagerð.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband