Endurnýjanlegir orkugjafar - vatnsorka (litlar virkjanir)

Málmtæknimenn, vélstjórar, loftræsimenn og blikksmiðir

Farið verður yfir helstu tegundir vatnsaflsvirkjana, hvað þarf að vera til staðar s.s. rennsli, vatnshæð og umhverfi. Skoðaðir verða helstu kostir og gallar vatnsaflsvirkjana. Skoðaðar verða mismunandi túrbínur og í hvaða tilfellum viðkomandi túrbínur henta best (Pelton, Fransis, Kaplan o.fl.). Einnig verða skoðaðar sjávarfallavirkjanir og sjávarstraumsvirkjanir. Settar verða upp nokkrar túrbínur og virkni skoðuð. Þá verður rætt um viðhald vatnsafls- virkjana. Skoðað verður hvað þarf til að setja upp litla vatnsaflsvirkjun og hvað það kostar, lán og styrkir, auk arðsemismats? Hvað svo? Hvernig höldum við áfram?


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband