Sketchup alla leið

Iðnaðarmenn - Tæknimenn - Hönnuðir

Í þessari námskeiðaröð er Sketchup tekið alla leið. Byrjað er á grunni í þrívíðri teikningu og svo er kennt að setja upp teikningar og málsetja. Vinnubúðirnar einkennast af grúski, annaðhvort í ögrandi verkefni frá leiðbeinanda eða í eigin verkefnum. Á síðasta námskeiðinu er þrívíddin tekin og glædd lífi með Twinmotion. Twinmotion er öflugt og aðgengilegt verkfæri frá Epic Games. Með þessu verkfæri er hægt að fullgera teikningar og gera þær að raunverulegum myndum eða myndskeiðum. Í þessum hluta fá þátttakendur tækifæri til að nota 3D gleraugu, Meta Quest 3, til að ferðast um verkefni sem þeir hafa skapað.  

Námskeiðaröðin hentar öllum þeim sem hafa áhuga þrívídd, fallegum teikningum og sýndarveruleika og vilja ná valdi á að nota Sketchup í daglegum störfum sínum. 

Uppbygging námskeiðsraðar.

Sketchup fyrir byrjendur - Sketchup free: 17. - 24. - 31.janúar. 

Sketchup framhald - Sketchup pro og Layout: 14. - 21. - 28.febrúar. 

Sketchup vinnubúðir: 13. - 20. - 27.mars. 

Sketchup - Twinmotion og sýndarveruleiki: 10. - 17. - 24.apríl.

Ef þátttakendur hafa einhverjar séróskir er hægt að hafa samband við umsjónarmann eða kennara námskeiðsins og taka út ákveðna hluta námskeiðsraðarinnar t.d. ef þátttakandi þarf ekki grunninn eða vill sleppa Twinmotion.

Kennari: Björn Jóhansson, BA Hons, Dipl LA, MSc


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband