Máttur og myndmál íslenskrar flóru

hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun

Íslenskar jurtir og blóm eru ríkur þáttur af myndmáli íslenskra hönnuða og listamanna. Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri hefur frá unga aldri sankað að sér sérfræðiþekkingu um íslenskar jurtir og segir frá notkun þeirra gegnum aldirnar og tengingu jurtanna við íslenskar sögur. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á myndmál íslenskrar flóru. Þröstur Helgason útgefandi og Eggert Pétursson listmálari fara yfir þróun verka Eggerts og þær jurtir sem eru í aðalhlutverki í verkum hans.
Jón Baldur Hlíðberg kennir skissugerð íslenskra blóma og jurta. Íslendingar þekkja verk Jóns Baldurs, en hann hefur í áratugi unnið að því að teikna blóm og lífverur í íslenskri náttúru og er heimsþekktur náttúruteiknari. Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum mátt og myndmál íslenskrar flóru.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband