Ábyrgð við mannvirkjagerð

Byggingamenn

Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn í byggingariðnaði og aðra sem koma að byggingarframkvæmdum.  Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um þær reglur sem gilda um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara við mannvirkjagerð.  Fjallað er um hlutverk þessara fagaðila og mögulega skaðabótaábyrgð hvers um sig.  Einnig er fjallað um vinnuveitendaábyrgð, starfsábyrgðartryggingar, eftirlitshlutverk byggingarstjóra, fyrningu skaðabótaábyrgðar og sitthvað fleira.

Námsefni á námskeiðinu eru rit Samtaka iðnaðarins: „Hver ber ábyrgð á mannvirkinu“ og minnisblað sem kennari námskeiðisins tók saman fyrir Samtök iðnaðarins um þetta efni.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við mannvirkjasvið Samtaka iðnaðarins.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband