Bókhald fyrir smærri rekstur

Einyrkjar og aðilar með smærri rekstur

Námskeiðið er ætlað einyrkjum eða verktökum með smærri rekstur sem vilja sjá um eigið bókhald. Námskeiðið er verklegt og er unnið í bókhaldskerfinu Regla.

Farið verður yfir tilganginn með færslu bókhalds og grunnatriði útskýrð, lög um bókhald og reglugerðir, lánardrottna og skuldunauta og færslu bókhalds og afstemmingar. Einnig er farið í hvernig virðisaukaskattur er gerður upp, launabókhald og rekstrar- og efnahagsreikning.

Námskeiðið er fyrir byrjendur.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband