Adobe InDesign II

Námskeið

InDesign er mest notaða umbrotsforrit á Íslandi í dag. Það býður upp á gríðarlega fjölþætta notkun við lausn ólíkra verkefna. InDesign II er námskeið fyrir þá sem hafa nokkra reynslu af notkun forritsins en vilja auka þekkinguna og bæta verklagið. Kannað er framhald af því sem kynnt er í InDesign grunni, en kafað mun dýpra og gengið lengra, enda af nógu að taka. Unnið með nokkur verkefni þar sem koma fyrir öll algengustu viðfangsefni við gerð bóka og bæklinga, auglýsinga og veggspjalda.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband