Adobe Illustrator Master class

Flestir sem starfa við hönnun eða forvinnslu þurfa að nota Illustrator forritið að einhverju marki. Margir eru flinkir að nota það en vildu þó gjarnan geta bætt sig. Þetta er námskeiðið fyrir þá. Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu breytingar og nýjungar sem hafa bæst við forritið síðustu misserin og hvernig nýta megi Illustrator á marga vegu við ólíkustu verkefni. Einnig er hugað að ýmsum þáttum í forritinu sem hafa verið þar lengi en eru ekki endilega á allra vitorði og geta því verið nýjung fyrir marga. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum möguleikunum sem létta störfin. Það er ekki svo einfalt og mikið verk að fylgjast með nýjungum í forritum. Því er alltaf smá hætta á að maður missi af einhverju bráðnauðsynlegu. Af mörgu er það mjög gjarnan pennatólið sem vill verða útundan í sjálfsnáminu. Sérstaklega er reynt að sýna fram á að það er ekki svo erfitt að læra á þetta bráðnauðsynlega tól. Við reynum að koma því í fulla virkni, því það nýtist svo vel, líka í öðrum forritum, svo sem Photoshop og InDesign. Illustrator er mikilvægt forrit í Creative Cloud forritunum. Fjöldi nýrra möguleika hafa opnast fyrir notendur Illustrator í tengslum við CC og sömuleiðis tengingar við önnur CC forrit. Þetta er allt skoðað á námskeiðinu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband