Styrkir og styrkjaumsóknir

Á þessu námskeiði er farið yfir þá möguleika sem eru í boði á styrkjum á Íslandi í minni og meðalstór verkefni í íslenskum iðnaði.

Farið verður í grunnatriði umsóknar um styrki og það sem þarf að hafa í huga við skrif og upplýsingagjöf til sjóða og styrktaraðila.

Á námskeiðinu verða tekin ímynduð dæmi úr íslenskum iðnaði, til dæmis úr bílgreinum, byggingar-og mannvirkjagreinum og prent- og miðlunargreinum um verkefni sem eiga möguleika á styrkjum. Farið verður í hvað einkennir vel rökstutt verkefni og góða styrkjaumsókn og ábatann af því að sækja um styrki í verkefni.

Fyrir hvern þátttakanda verður keypt tré til að binda á móti framkvæmd námskeiðsins.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband