Hönnun vökvakerfa

Málmiðnaðarmenn - vélvirkjar - vélstjórar

Að námskeiðinu loknu geta nemendur hannað vökvakerfi, framkvæmt hönnunarbreytingar á vökvakerfum, gert útboðsgögn og tekið út uppsett vökvakerfi. Farið verður ítarlega í notkunarmöguleika FluidSim. Æfð teikning á vökvakerfum og framsetning. Virkni allra íhluta vökvakerfa ásamt rörum og slöngum. Skoðuð breyting á virkni við mismunandi álag, þrýsting, olíuflæði og fleira. Varnir í vökvakerfum. Hvernig verjum við kerfið og hluti þess gagnvart álagi, hávaða og áföllum (shocks). Útreikningar á stærðum íhluta, afköstum og öryggismál. Farið verður í stýringar vökvaloka með lofti, vökva og rafmagni. Uppsetning útboðsgagna fyrir vökvakerfi. Staðlar (IST 30). Eftirlit með uppsetningu, úttekt og prufukeyrsla. Skýrslugerð.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband