Sveiflusjá

Sveiflusjá er gagnleg við skoðun og bilanagreiningu ýmissa rafrása. Finna má tíðni og styrk merkja sem getur skipt máli í inngangi og útgangi rása eða inni í kerfum. Þannig má finna hvort tilteknir íhlutir rásar vinna rétt eða ekki. Hægt er að finna truflanir í viðkomandi rás. Skoða má lögun á bylgjum - sínus, kassa, þríhyrning, sagartanna, samsettar o.s.frv. Skoða má fasvik tveggja ólíkra merkja. Gerðar verða æfingar í stillingu sveiflusjár og samanburður mælinga við fjölsviðsmæla eftir atvikum. Æfð verður notkun sveiflusjár við skoðun og prófun ýmissa skynjara og íhluta. Einnig skoðun á virkni í CAN samskiptakerfum.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband