Reykvíska eldhúsið

Námskeiðið hentar öllum þeim sem áhuga hafa á mat og menningu í sögulegu samhengi.

Námskeiðið fjallar um hvað var í matinn í Reykjavík á 20. öld, Hvað var á ostabakka fyrirmenna í upphafi aldarinnar. Hver var eftirlætis skyndibitinn á stríðsárunum. Hvernig var jólaísinn frystur áður en frystihólfin komu til sögunnar. 
Matarmenning og geymsluaðferðir hafa tekið miklum breytingum eftir því sem tækninni hefur fleytt fram. Á námskeiðinu er fjallað um matarmenningu Reykvíkinga á síðustu öld og hún sett í samhengi við mannlíf og tíðaranda þess tíma. 
Námskeiðið er tvískipt: Annars vegar er hefðbundinn fyrirlestur með myndasýningu og hins vegar ganga með leiðsögn um fæðuhringinn í miðbæ Reykjavíkur þar sem komið verður við á um 10 póstum. Um er að ræða létta göngu/rölt um kvosina.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband