Inngangur að gervigreind

Inngangur að gervigreind er vefnámskeið sem allir geta tekið endurgjaldslaust og höfðar til þeirra sem vilja kynna sér gervigreind, hvað hún gerir okkur kleift að gera (og hvað ekki), og hvaða áhrif hún hefur á líf okkar. Námskeiðið krefst engrar sérfræðikunnáttu í stærðfræði eða forritun.
Námskeiðið sem kallast á ensku; 
Element of AI, er fræðsluverkefni og röð vefnámskeiða  um þróun og möguleika gervigreindar sem eru opin öllum og eru ókeypis. 
Fræðslan er þróuð af MinnaLearn og háskólanum í Helsinki og markmiðið er að fá sem flesta til að kynna sér gervigreind. Námskeiðið er hýst af íslenskum stjórnvöldum og við hvetjum félagsfólk Iðunnar til að sækja námskeiðið. 
Námskeiðið í heild sinni er 30 klukkustundir að lengd og felur í sér víðtæka fræðslu í því hvernig allir geta látið gervigreindina vinna í sína þágu, til nýsköpunar og til þess hafa góð áhrif á iðnaðinn.
Þeir sem ljúka náminu fá skírteini því til vottunar.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband