Adobe InDesign fyrir algjöra byrjendur

Starfsfólk í prent- og miðlunargreinum

Námskeiðið InDesign gunnur er tilvalið fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin við að nota þetta frábæra umbrotsforrit.

Markmiðið með þessu námskeiði er að koma byrjendum hratt og örugglega inn í helstu eiginleika og möguleika forritsins svo þeir geti kynnst forritinu og byrjað að útbúa einföld verk til prentunar. Stuttar æfingar eru gerðar til þess að varpa ljósi á lykilatriðin ásamt því sem skoðað er samhengi  InDesign við nokkur önnur Creative Cloud forrit.

Þeir sem byrja að skoða InDesign á þessu námskeiði munu glögglega sjá á skemmtilegan hátt hvað forritið býður upp á og geta aukið enn á kunnáttuna á fleiri námskeiðum um InDesign sem standa til boða hjá Iðunni.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband