Betri stjórnandi

Stjórnendur,rakstraraðilar og fólk sem kemur að lykilákvörðum iðnfyrirtækja.

Vilt þú læra aðferðir sem hjálpa þér að bæta reksturinn? Á námskeiðinu Betri stjórnandi læra þátttakendur praktískar aðferðir sem hjálpað við daglega stjórnun og þér um leið að verða betri stjórnandi. Góð stjórnun er yfirleitt grunn forsenda góðrar rekstrarafkomu og því ákaflega mikilvæg byrjun til að bæta rekstur fyrirtækja. Námskeiðið er kennt í 8 stuttum kennslustundum. Farið er yfir ákveðnar aðferðir í stjórnun í hverjum tíma. Þar sem flestir læra mest á því að gera sjálfir og sjá hvað aðrir hafa gert þá fá þáttakendur stutt heimaverkefni eftir hvern tíma sem þeir eiga að innleiða hjá sínu fyrirtæki. Í næsta tíma sýna þátttakendur hvernig innleiðingin gekk. Með þessu móti læra þáttakendur hver af öðrum og meira af námsefninu skilar sér í betri rekstri.

Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur fái skilning og færni í að beita hentugum stjórnunaraðferðum og þannig hvernig hægt er að ná betri rekstrarárangri. Þátttakendur læra praktískar aðferðir sem þeir geta tekið með sér og innleitt í eigin rekstri.

 

Fyrir hverja? Alla stjórnendur, rekstraraðila og fólk sem kemur að lykilákvörðunum fyrirtækja.

Uppbygging námskeiðsins

Von um betri rekstur er algengasta ástæðan fyrir því að fyrirtæki vilja innleiða breytingar. Mörg bestu fyrirtæki heimsins hafa innleitt aðferðafræði við rekstur sem framúrskarandi árangri. Á þessu námskeiðinu lærum við helstu aðferðir margra stærstu og þekktustu fyrirtækja í heiminu. Sýnd verða dæmi frá íslenskum og erlendum fyrirtækjum sem hafa verið að innleiða breytingar með góðum árangri og hvernig það hefur áhrif á að breyta rekstri þeirra til hins betra.

 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband