Brunaöryggi við byggingaframkvæmdir

Námskeið fyrir byggingarstjóra, verkstjóra, verktaka og iðnmeistara um brunavarnir og byggingaframkvæmdir.

Markmið námskeiðsins er að fara yfir það sem skiptir mestu máli þegar kemur að brunavörnum bygginga með áherslu á framkvæmdatímann.

Margir alvarlegir eldsvoðar hafa orðið í byggingum á framkvæmdatíma bæði í nýbyggingum og líka vegna endurbóta á eldri byggingum. Í nær öllum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi miklu tjón með fræðslu, réttu verklagi og verkferlum. Farið verður yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu:

 

  1. Ábyrgð verktaka á brunavörnum á framkvæmdatíma 
  2. Ábyrgð mismunandi aðila á mismunandi þáttum
  3. Brunavarnir í öryggis- og heilbrigðisáætlun framkvæmda
    • Dæmi um eldsvoða í framkvæmdum, afleiðing og lærdómur
    • Lagalegar Öryggis – og Heilbrigðiskröfur
    • Áhættumat og eldhættumat framkvæmda
    • Uppbygging Öryggis – og Heilbrigðisáætlunar, ásamt neyðaráætlun á framkvæmdatíma
    • Logaleyfi útskýrt ásamt öðrum dæmum um forvarnir/eldvarnir
  1. Hönnunargögn brunavarna, hvaða gögn þurfa að liggja fyrir, deilihönnun
  2. Deilihönnun á brunavörnum, gögn og frágangur
  3. Hvað þarf að liggja fyrir í öryggis- og lokaúttekt
  4. Útfærsla og hönnun brunavarna á framkvæmdasvæðum.
  5. Ný byggingarefni, nýjar áskoranir í brunavörnum á framkvæmdatíma


Næst kennt

DAGSETNINGKENNTFRÁTILNÁMSÞÁTTURSTAÐSETNING
07.11.2024fim.13:0017:00Akureyri, Símey Þórsstíg 4 Sjá nánar
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband