BIM á byggingarstað

Byggingamenn

Þetta námskeið er fyrir byggingaverktaka sem nota eða vilja byrja að nota BIM (Building Information Modeling) í sínum byggingaframkvæmdum.  Fjallað verður um hönnun í BIM umhverfi og hvernig hún skilar sér á byggingastað og í hvaða formi, hvaða hagræðingu og sparnað verktakar geta átt von á með notkun BIM verkferla. Farið verður vel yfir hvað BIM er í mannvirkjagerð og hvernig smærri sem stærri verktakar geta í dag byrjað að notast við tæknina án nokkrar fjárfestingar í hugbúnaði. Þátttakendum verður kennt að nota skoðunarforrit (viewer) sem hægt er að hlaða niður ókeypis af netinu.

Ávinningur þátttakenda:

  • Aukin þekking á BIM í hönnun og framkvæmd
  • Þekking á hvers skal varast við notkun BIM
  • Þekking og aðferðir til hagræðingar sem hægt er að notast við strax eftir námskeið
  • Allir þátttakendur fá með sér heim BIM handbók sem inniheldur helstu atriði sem fram fer á námskeiðinu.

Jóhannes Bjarni Bjarnason er menntaður Húsasmíðameistari (2002) og byggingarverkfræðingur (2012). Jóhannes hefur síðan 2008 sérhæft sig í BIM fyrir mannvirkjagerð og hefur djúpan og góðan skilning á þörfum verktaka sem og hönnuða. Á árunum 2009-2012 starfaði Jóhannes við innleiðingu BIM verkferla og hugbúnaðs á dönskum markaði. 2012 fluttist hann til noregs þar sem hann starfaði sem ráðgjafi við innleiðingu BIM í hönnun og framkvæmd og tók þá við starfi sem BIM innleiðingar stjóri fyrir eina stærstu verkfræðistofu noregs Multiconsult AS á árunum 2013 – 2015. Árið 2015 fluttist Jóhannes til íslands þar sem hann starfar í dag sem BIM stjóri hjá Isavia ohf þar sem öll verkefni eru unnin í BIM umhverfi í hönnun sem of framkvæmd.

Jóhannes hefur því mikla og breiða þekkingu á aðferðafræðinni sem og á BIM hugbúnað þar sem hann hefur haldið ótal námskeið á norskum markaði á notkun sérhæfðs hugbúnaðs í BIM verkefnum í hönnun, framkvæmd og rekstri.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband