Adobe Creative Cloud hjálparforrit

Adobe býður ókeypis notkun á yfir fimmtán forritum fyrir síma og spjaldtölvur, iPad og Android. Þessi forrit nýtast þeim sem eru með Creative Cloud aðgang hins vegar mun betur en annars, því mörg forritanna geta átt í samskiptum við borðtölvuútgáfu Creative Cloud forritanna, svo sem Illustrator, InDesign, Photoshop, Premiere og fleiri. Á þessu námskeiði er farið í samskiptaleiðir milli forritanna á snjalltækjunum við borðtölvuforritin og skoðað hvernig þau geta nýst í daglegri vinnu við leik og í hönnun.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband