Betri skilningur og bætt samskipti

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka áhrif sín í samskiptum. Samskipti eru einn mikilvægasti þátturinn sem vinnustaðir munu krefjast í kjölfar meiri tæknivæðingar.

Þarfir einstaklinga eru mismunandi þegar kemur að samskiptum. Oft er það þannig að við komum fram við fólk á þann hátt sem við viljum að sé komið fram við okkur sjálf, sem er gott og gilt. En hvað ef þú gætir komið fram við fólk eins og það vill að sé komið fram við sig?

Everything DiSC® er byggt á rannsóknarvinnu William Moulton Marston Ph.D. (1893-1947) sem greindi fólk niður í fjórar manngerðir:

D fyrir Dominance
i fyrir Influence
S fyrir Steadiness
C fyrir Conscientiousness
Þátttakendur á námskeiðinu munu taka Everything DiSC Workplace könnun á netinu áður en námskeiðið hefst. Úr könnuninni er síðan unnin skýrsla, sem er einstaklingsbundin, sem skilgreinir hvaða persónueiginleikar eru sterkir hjá þátttakandanum og hvernig hægt er að nýta þá frekar. Þátttakendur fá einnig innsýn í hvernig þeir geta nýta sína eiginleika í samskiptum við aðra.

Námskeiði byggist síðan upp þannig að farið er yfir hvað D, i, S, og C stendur fyrir, hverjir styrk- og veikleikar hverrar manngerðar eru. Þátttakendur vinna mikið með skýrsluna á námskeiðinu. Einnig læra þátttakendur hvernig hægt er á einfaldan hátt að þekkja mun á milli einstaklinga (læra að lesa fólk útfrá DiSC) og þannig hvernig hægt er að eiga góð og þæginleg samskipti sem skila árangri.

Könnunin og skýrslan eru á ensku.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband