Á námskeiðinu verður farið í bilanagreiningu, slitmælingar, pinnasuðu, mig/mag-suðu, tig-suðu, logsuðu og kveikingu. Einnig verður farið yfir gömul próf.
Farið er yfir hvernig má vinna í hæð á öruggan hátt. Áhættumat við vinnu í hæð þarf að fara fram nokkru áður en vinnan hefst.
Á þessu námskeiði læra þátttakendur grundvallaratriði í notkun rennibekkja, bor- og fræsivéla. Fjallað er um öryggis- og umgengnisreglur ásamt umhirðu þessara tækja.
Á námskeiðinu verður farið í bilanagreiningu, slitmælingar, pinnasuðu, mig/mag-suðu, tig-suðu, logsuðu og kveikingu. Einnig verður farið yfir gömul próf.
Inntak námskeiðsins er miðað við undirbúning til hæfnisvottunar í kæli- og frystitækni samkvæmt opinberum kröfum (nr. 1066/2019, 517/2014, 590/2018 og 2067/2015 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir). Námskeiðið endar með mati til vottunar hjá UST. Kennsla: Tveir dagar 09.00 - 16.00 Próf í samráði við kennara: 6 klst.
Hver er verkstjóri samkvæmt vinnuverndarlögunum? Hvaða ábyrgð og skyldur hvíla á verkstjóra varðandi vinnuverndar- og öryggismál? Vinnuverndarlögin og reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er kynnt. Fjallað verður um mikilvægi þess að verkstjóri sé leiðandi í vinnuverndarstarfi og öryggismenningu vinnustaðarins.
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir.
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir. Kennsla fer fram á ensku.
Þetta námskeið beinir kastljósinu að tæknikerfum í verksmiðjum, sérstaklega stjórnkerfum og jaðarbúnaði. Hvernig best er að reka tæknikerfin og viðhalda þeim til að tryggja stöðuga framleiðslu og langan líftíma verksmiðjunnar.
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í TIG-suðu en einnig verður farið í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú lærir að meðhöndla málma fyrir og eftir suðu.
Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.
Frábært námskeið fyrir þá sem vilja teikna í tölvu án mikils tilkostnaðar. Fusion 360 forritið er hægt að nálgast endurgjaldslaust og fá nemendur kennslu í að setja það upp. Námskeiðið er byggt upp með þarfir málm- og véltæknigreina í huga en það nýtist öllum sem hafa gaman af því að hanna og teikna upp hugmyndir sínar. Á námskeiðinu er sér kafli um hvernig á að vista teikningar til þrívíddarprentunar.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00