Inntak námskeiðsins er miðað við undirbúning til hæfnisvottunar í kæli- og frystitækni samkvæmt opinberum kröfum (nr. 1066/2019, 517/2014, 590/2018 og 2067/2015 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir). Námskeiðið endar með mati til vottunar hjá UST.
Á námskeiðinu verður farið í bilanagreiningu, slitmælingar, pinnasuðu, mig/mag-suðu, tig-suðu, logsuðu og kveikingu. Einnig verður farið yfir gömul próf.
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu og kennd meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þátttakandi öðlast þekkingu í að stilla suðuvélar, sjóða einfaldar pinnasuður (stúfsuður, kverksuður) og beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Á námskeiðinu verður farið í bilanagreiningu, slitmælingar, pinnasuðu, mig/mag-suðu, tig-suðu, logsuðu og kveikingu. Einnig verður farið yfir gömul próf.
Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.
Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í TIG-suðu en einnig verður farið í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú lærir að meðhöndla málma fyrir og eftir suðu.
Farið verður í tilgang smurolía í vélbúnaði, jarðolíur, tilbúnar olíur, smurningu, íbætiefni og smurfeiti. Fjallað er um hvað þarf að hafa í huga við val á smurolíum, vökvakerfisolíum, síum og skiljum. Hvað er hreinleiki og agnatalning, hvaðan koma agnirnar úr vélbúnaðinum auk olíurannsókna og skýrslna.
Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.
Inntak námskeiðsins er miðað við undirbúning til hæfnisvottunar í kæli- og frystitækni samkvæmt opinberum kröfum (nr. 1066/2019, 517/2014, 590/2018 og 2067/2015 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir). Námskeiðið endar með mati til vottunar hjá UST.
Þetta námskeið er fyrir vélstjóra, vélvirkja og aðra þá sem vinna með plast í sinni vinnu. Markmið þess er að kenna þátttakendum aðferðir við plastsuðu. Fjallað er um plastlagnir almennt, farið er í efnisfræði plastlagnaefnis, undirbúning lagnavinnu og útfærslu hennar. Ítarlega er fjallað um samsetningaraðferðir lagna, viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu er unnið með spegilsuðu, múffusuðu o.fl. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Þátttakandi fékk kennslu í Haccap öryggiskerfinu og þýðingu hreinlætis við vatnslagnir.
Að loknu þessu námskeiði þekkir þú uppbyggingu iðntölvunnar og virkni, táknmyndir, örgjörva, innganga, útganga, tengingu við loka, skynjara, teljara og rofa, grunnhugtök forritunarmáls og „ladder-forritun“. Með þessa þekkingu að vopni getur þú sett upp og tengt iðntölvu við loka, skynjara, teljara og rofa, forritað iðntölvu með „ladder-forritun“ og látið hana stýra aðgerðum ásamt því að framkvæma villuleit í forriti og áttað þig á algengum bilunum.
Þegar rafstöðvar - varaaflstöðvar eru settar upp er að mörgu að hyggja. Þar getum við nefnt hluti eins og olíubirgðir hve lengi endast þær? Hvernig er það með loft og púst kemst það óhindtað sína leið? Rafmagns tengingar, eru þær í lagi o.fl.
Farið verður í tilgang smurolía í vélbúnaði, jarðolíur, tilbúnar olíur, smurningu, íbætiefni og smurfeiti. Fjallað er um hvað þarf að hafa í huga við val á smurolíum, vökvakerfisolíum, síum og skiljum. Hvað er hreinleiki og agnatalning, hvaðan koma agnirnar úr vélbúnaðinum auk olíurannsókna og skýrslna.
Ertu í vandræðum með áhættumatið, þá er „ELMERI“ verkfærið. Á þessu námskeiði verður fengist við flest það sem viðkemur öryggi við vinnu á verkstæðum. Gaskúta, handverkfæri, smíðavélar, umgengni ofl. Þá verður gátlistakerfið ELMERI kynnt.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00