Sketchup er skemmtilegt og aðgengilegt forrit fyrir hönnun og teikningu í þrívídd. Forritið er mikið notað af iðnaðarmönnum, arkitektum, listafólki, fólki í kvikmyndagerð, og sérfræðingum í þrívíðri prentun. Sketchup nýtist frá einfaldri hugmyndavinnu og upp í myndir, myndskeið og sýndarveruleika sem líkist raunveruleikanum. Á námskeiðinu er farið alla leið með Sketchup.
Að loknu þessu hagnýta námskeiði eiga nemendur að þekkja undirstöðuatriði í þrívíðri, tölvustuddri hönnun og getað skissað í forritinu ásamt því að geta sett inn skýringar, efnis- og íhlutalista.
Á þessu námskeiði er farið í gegnum grunninn í Revit Architecture. Kennt verður það sem þú þarft að vita til að komast af stað, hvernig best er að nota viðmótið, búa til grunnmyndir og bæta inn í módelið. Hvernig á að málsetja og margt fleira.
Á námskeiðinu verður notast við Autodesk INVENTOR Sheet metal hugbúnaðinn. Farið verður í alla helstu eiginleika forritsins og hvernig við hönnum þunnplötu íhluti.
Súpermódel einkennast af því að passa fullkomlega saman. Það gerir hönnun þín líka þegar þú hefur lokið námskeiðinu. Á námskeiðinu lærir þú að vinna með „skynsöm módel“ (Intelligent Models) bæði hvað varðar rúmfræði og breytur (geómetríu og parameter). Einblínt er á að módelið á að passa 100%.
Á þessu námskeiði er farið í gegnum grunninn í Revit Architecture. Kennt verður það sem þú þarft að vita til að komast af stað, hvernig best er að nota viðmótið, búa til grunnmyndir og bæta inn í módelið. Hvernig á að málsetja og margt fleira.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00