image description

Námskeiðabanki

Hér er námskeiðsframboð Iðunnar. Athugaðu að námskeiðin eru ekki öll í kennslu og verð eru til viðmiðunar
en hægt er að fá upplýsingar um einstaka námskeið og senda fyrirspurn til umsjónaraðila.

dúklagningamaður húsasmiður húsgagnasmiður málari múrari pípulagningamaður

Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn í byggingariðnaði sem vilja læra á tölvur til að nota við daglegt líf og störf. Markmið þess er að þátttakendur kunni að vinna með helstu forrit og öpp sem notuð eru í tölvum í dag. Farið verður í gegnum grunnatriði í notkun á tölvum og helstu forrit. Einnig verður farið í notkun netsins, vefgátta og samfélagsmiðla. Námskeiðið verður kennt í tölvuveri IÐUNNAR og er að mestu verklegt. Ekki er krafist sérstakrar tölvuþekkingar.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

30.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

6.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að vinna við tilkynningaskylt asbestniðurrif er veldur lítilli mengun. Það á við um niðurrif á t.d. þakplötum og ytri klæðningum utanhúss, svo og minniháttar niðurrif og viðhaldsvinnu innanhúss, t.d. á heilum plötum, gluggakistum o.fl. Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun. Námskeiðið er haldið af Vinnueftirlitinu. Námskeiðið er netnámskeið sem er opið í 3 daga.

Kennari

Leiðbeinendur Vinnueftirlitsins

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Þetta námskeið er fyrir trésmiði sem smíða og setja upp innihurðir og glerveggi. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á smíði, uppsetningu og frágangi brunahólfandi hurða og glugga og efnum sem notuð eru og því hlutverki sem þeir gegna fyrir brunavarnir húsa og öryggi fólks.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

25.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Sækja fleiri
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband