image description

Námskeiðabanki

Hér er námskeiðsframboð Iðunnar. Athugaðu að námskeiðin eru ekki öll í kennslu og verð eru til viðmiðunar
en hægt er að fá upplýsingar um einstaka námskeið og senda fyrirspurn til umsjónaraðila.

Framlínustjórnendur mannauðsstjórnun Markaðsmyndskeið

Á þessu námskeiði verður byggð upp tækni til að ná frekari árangri í því að halda fyrirlestur og tala fyrir framan hóp. Í gegnum markvissar æfingar öðlast þátttakendur meira öryggi í framkomu og geta byggt upp persónulegan frásagnarstíl eftir sínum þörfum.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á þessu námskeiði er farið yfir gerð rekstraráætlunar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og hvað hafa ber í huga við slíkt. Þátttakendur gera rekstraráætlun í Excel og læra þannig hvernig slík áætlun er byggð upp og hvernig nýta má hana til að setja upp ólíkar sviðsmyndir í rekstrinum.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

48.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

29.300 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Námskeiðið stuðlar að því að snúa fjármálum þátttakenda úr viðbrögðum við aðstæðum (e. reactive) í fyrirbyggjandi markmið í fjármálum (e. proactive).

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

26.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

15.600 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Námskeiðið er ætlað einyrkjum eða verktökum með smærri rekstur sem vilja sjá um eigið bókhald. Námskeiðið er verklegt og er unnið í bókhaldskerfinu Regla. Námskeiðið er fyrir byrjendur. Góður undafari þessa námskeiðs er námskeiðið um virðisaukaskatt sem haldið er 18. október hjá IÐUNNI.

Kennari

Katrín Helga Reynisdóttir

Fullt verð:

48.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

28.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Ertu í atvinnuleit eða langar þig að breyta til. Vel gerð ferilskrá og kynningarbréf geta stóraukið líkurnar á að koma þér í atvinnuviðtal.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

15.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

14.700 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

8.800 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á námskeiðinu verður kennt með raunhæfum verkefnum að setja upp rekstrarreikning á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um tekjur og gjöld svo og að fylla út skattframtal á grundvelli rekstrarreikningsins.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

24.800 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

14.880 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fjármála út frá hagnýtu sjónarhorni. Námskeiðið er sérstaklega ætlað stjórnendum sem hafa ekki menntun á sviði viðskiptafræði og vilja ná betri tökum á helstu hugtökum og aðferðafræði reksturs og fjármála.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

44.400 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

26.600 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Hlaðvarp (podcast) er ódýr og einföld leið fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki til að koma efni og upplýsingum á framfæri við almenning. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað hlaðvarp er, vinsælustu hlaðvörpin og hvernig hlaðvarpsþættir eru framleiddir og þeim komið á framfæri.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

31.500 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

18.900 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Að stjórna fólki í fyrsta sinn reynist fólki mis erfitt. Námskeiðið fjallar um alla helstu þætti í stjórnun starfsmanna á vinnustað og fá þátttakendur tækifæri til að tengja ólík hlutverk við sín eigin störf.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Hvers vegna er starfsánægja mikilvæg? Á námskeiðinu er leitast við að varpa ljósi á hvað drífur starfsmenn áfram. Fjallað er um áhrif gilda og menningar á starfsandann. Komið er inn á þá þætti sem stuðla að bættum starfsanda og það viðhorf sem er eftirsóknarvert.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Þátttakendur læra leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari. Farið er í léttar og skemmtilegar æfingar sem eru til þess fallnar að nýta eigin styrkleika betur, bæta samskipti og ná meiri árangri.

Kennari

Kennarar háskólans

Fullt verð:

44.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

26.900 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Aðferðum markþjálfunar er beitt í því skyni að að efla meistara og tilsjónarmenn í að taka á móti nýnemum og fylgja þeim eftir þar til þeir hafa lokið þjálfun. Þátttakendur búa til áætlun yfir þjálfun nema frá fyrsta degi til loka þjálfunar, setja markmið og fylgja markmiðum og áætlun eftir. Fjallað verður um nærveru í þjálfuninni s.s. hvernig á að spyrja nema spurninga um efnið sem farið hefur verið yfir, fá nema til að taka ábyrgð á þjálfun sinni og skilja efnið.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

39.900 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

13.900 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Þetta námskeið er ætlað fulltrúum sveinsprófsnefnda. Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi þætti: · Námsmatsaðferðir - flokkun þeirra - kostir og gallar · Sveinspróf og einkenni lokamats sem námsmatsaðferðar · Hæfniviðmið - tilgangur og markmið við námsmat · Prófatriðatafla og uppbygging á prófi - að fá heildarsýn á ferlið · Áreiðanleiki og réttmæti - aðferðir til að meta gæði prófs og eigin vinnubrögð · Gerð prófatriða - að læra af eigin mistökum (fjölval, rétt/rangt, pörun, eyðufyllingar, stuttar ritgerðarspurningar og langar ritgerðarspurningar) · Matskvarðar og notkun þeirra · Sérúrræði í sveinsprófi, samskipti og vinna með próftökum

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Þeir einstaklingar sem eru með sjálfstæðan rekstur eiga að reikna sér endurgjald (laun) fyrir vinnu sína. Eins og með önnur laun gilda ákveðnar reglur um staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir þessi atriði ásamt fleiri þáttum.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

8.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

4.500 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Námskeiðið er ætlað þeim sem öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Tilgangur þess er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Farið er í hvað er skyndihjálp og undirstöðuatriði eins og streitu í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænan stuðning og að forðast sýkingar. Fjallað er um fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Farið er yfir grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Einnig er stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruna, höfuðhögg, brjóstverk (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall. Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu.

Kennari

Leiðbeinendur Rauða krossins

Fullt verð:

kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Sækja fleiri
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband