Á þessu námskeiði verða kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið verður með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta. Þátttakendur setja saman FLSUN V400 prentara, nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu. Í boði er að tveir vinni saman með einn prentara. Vinnufélagar eða vinir geta þannig farið í gegnum námskeiðið saman. Verð fyrir námskeiðið sem "partner" er 80.000 og 20.000 fyrir félagsmann Iðunnar. Fyrir þessa skráningu þarf að hafa samband við umsjónarmann námskeiðsins.a.
Kennari
Jóhannes Páll FriðrikssonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir öll sem vilja læra að búa til sinn eigin aðventukrans og styrkri leiðsögn sérfræðinga í faginu. Námskeiðið byggir á sýnikennslu í bland við verklega kennslu í þar sem þátttakendur gera sinn eigin aðventukrans. Áhersla verður lögð á að nota efni úr nærumhverfi í bland við hefðbundið skreytingaefni. Nemendur setja saman sinn eigin aðventukrans sem þeir taka með sér heim. Kennarar eru Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómahönnuðir og kennarar á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn í byggingariðnaði sem vilja læra á tölvur til að nota við daglegt líf og störf. Markmið þess er að þátttakendur kunni að vinna með helstu forrit og öpp sem notuð eru í tölvum í dag. Farið verður í gegnum grunnatriði í notkun á tölvum og helstu forrit. Einnig verður farið í notkun netsins, vefgátta og samfélagsmiðla. Námskeiðið verður kennt í tölvuveri IÐUNNAR og er að mestu verklegt. Ekki er krafist sérstakrar tölvuþekkingar.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þau sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt niðurrif á asbesti. Skilyrði fyrir því að fá leyfi til að rífa niður asbest er að búa yfir þekkingu á skaðsemi þess og nauðsynlegum mengunarvörnum. Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk sem valda lítilli mengun t.d. við niðurrif á þakplötum og ytri klæðningu utanhúss, við minniháttar niðurrif og viðhaldsvinna innanhúss.
Kennari
Leiðbeinendur VinnueftirlitsinsFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er ætlað garðyrkjufræðingum, skrúðgarðyrkjufræðingum og þeim sem sinna garðaráðgjöf. Farið er yfir helstu grunnatriði varðandi næringarefni og áburð í garðyrkju. Fjallað er um hlutverk áburðarefna í plötum, hlutfall næringarefna og næringarskort. Rætt verður um sýrustig og kölkun jarðvegs og helstu einkenni íslensk jarðvegs. sem og jarðvegsbætur og undirbúning jarðvegs til ræktunar. Á námskeiðinu er einnig fjallað um áburðarnotkun, helstu tegundir lífræns áburðar, kosti og galla ásamt áburðarskömmtum. Þátttakendur læra einnig um ólífrænan áburð, helstu tegundir tilbúins áburðar, hlutfall næringarefna í áburði og áburðarskammta.
Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta er námskeið sem miðar að því að gera þátttakendur hæfari í að koma sér á framfæri og greina stöðu sína sem einstaklinga og gera þeim kleift að tileinka sér ákveðna hugsun, hegðun og leiðir til að efla sig sem persónur. Markmið þess er að efla, þroska og bæta árangur einstaklingsins í lífi og starfi. Kenndar eru ákveðnar aðferðir sem hjálpa þátttakendum að finna og nýta styrkleika sína.
Kennari
Ragnar MatthíassonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera áhættugreiningar fyrir störf sem unnin eru innan fyrirtækisins. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að gera nýjar áhættugreiningar fyrir störf í bygginga- og mannvirkjagerð hvort sem um er að ræða störf á byggingarstað eða annars staðar. Farið verður yfir kröfur til fyrirtækja um gerð áhættugreininga og verkferla við gerð þeirra. Þátttakendur fá í hendur form til að gera áhættugreiningar og koma út af námskeiðinu með fullbúnar áhættugreiningar sem nýtast þeim við rekstur öryggismála við verklegar framkvæmdir.
Kennari
Eyjólfur BjarnasonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Með hlýnandi veðri og hækkandi trjágróðri í þéttbýli er orðið mikilvægt að geta lagt mat á ástand trjáa og möguleg hættumerki. Námskeiðið hefst á bóklegri yfirferð þar sem farið verður ítarlega yfir helstu kvilla í trjám, varnarviðbrögð þeirra og heilbrigði. Einnig verður fjallað um hvernig meta má möglega hættu sem stafar af trjám með það fyrir augum að koma í veg fyrir skaða á fólki og/eða eignum. Varnarviðbrögð trjáa verða skoðuð og hvernig þau bregðast við áreiti, skaða og klippingum. Seinni hluti námskeiðsins er verklegur þar sem tré verða skoðuð með tilliti til áhættumats. Nemendur læra að nota mismunandi matsaðferðir, muninn á ítarlegu áhættumati og sjónrænu mati á ástandi trjáa auk þess að skipuleggja inngrip í takt við niðurstöður matsins. Þetta dagsnámskeið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs. Námskeiðið fer fram á ensku, túlkað eftir þörfum. Kennari: Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Skógræktinni (MArborA PGDip)
Kennari
Kennarar GarðyrkjuskólansFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir húsasmiði sem vilja læra rétta meðferð á álgluggum, ísetningu og viðhald. Á námskeiðinu er fjallað um framleiðslu og eiginleika álgugga og atriði sem hafa ber í huga við val á gluggum. Einnig er fjallað um ísetningu álglugga og glers og frágang í húsum við íslenskar aðstæður. Ennfremur er fjallað um viðhald álglugga.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Viðhald fasteigna er sjaldan rætt í samhengi við samdrátt í kolefnislosun. Miklu frekar er rætt um efnahagslega hagkvæmni viðhaldsaðgerða. En hvernig geta samdráttur kolefnislosunar og kostnaðarhagkvæmni haldist í hendur? 🌿🤝🏻💸 Hvað felst í því að viðhalda innbyggðu kolefni og hvað er björgunarverðmæti bygginga? 🏡🛠 Ragnar Ómarsson (Byggingafræðingur/Viðskiptastjóri sjálfbærni hjá Verkís) svarar þessum og fleiri spurningum á morgunfundi á netinu þann 17. janúar klukkan 9:00-9:50. Hlekkur á fundinn verður sendur út með nokkurra daga fyrirvara.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka áhrif sín í samskiptum. Samskipti eru einn mikilvægasti þátturinn sem vinnustaðir munu krefjast í kjölfar meiri tæknivæðingar. Þarfir einstaklinga eru mismunandi þegar kemur að samskiptum. Oft er það þannig að við komum fram við fólk á þann hátt sem við viljum að sé komið fram við okkur sjálf, sem er gott og gilt. En hvað ef þú gætir komið fram við fólk eins og það vill að sé komið fram við sig?
Kennari
Leiðbeinendur SÍMEYFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingaverktaka sem nota eða vilja byrja að nota BIM (Building Information Modeling) í sínum byggingaframkvæmdum. Fjallað verður um hönnun í BIM umhverfi og hvernig hún skilar sér á byggingastað og í hvaða formi, hvaða hagræðingu og sparnað verktakar geta átt von á með notkun BIM verkferla. Þátttakendum verður kennt að nota skoðunarforrit (viewer) sem hægt er að hlaða niður ókeypis af netinu.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir trésmiði sem smíða og setja upp innihurðir og glerveggi. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á smíði, uppsetningu og frágangi brunahólfandi hurða og glugga og efnum sem notuð eru og því hlutverki sem þeir gegna fyrir brunavarnir húsa og öryggi fólks.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Efni, útreiknigar og verklag. Þetta námskeið er fyrir brunatæknilega hönnuði og aðra sem koma að brunahönnun bygginga. Farið er yfir áherslur í brunavörnum með eldvarnarmálningu, hvaða efni eru notuð, hvernig þykktir eru reiknaðar, virkni, verklag og tilgang. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Málningu og Sherwin-Williams fyrir brunahönnuði og verkfræðinga. Boðið verður upp á léttan morgunverð og veitingar á námskeiðinu. Kennari: Stuart Leigh • Educated to HNC level in Civil Engineering. • 19 years of experience at Sherwin Williams in the Fire Engineering and Estimation Team.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið fyrir byggingarstjóra, verkstjóra, verktaka og iðnmeistara um brunavarnir og byggingaframkvæmdir. Markmið námskeiðsins er að fara yfir það sem skiptir mestu máli þegar kemur að brunavörnum bygginga með áherslu á framkvæmdatímann. Margir alvarlegir eldsvoðar hafa orðið í byggingum á framkvæmdatíma bæði í nýbyggingum og líka vegna endurbóta á eldri byggingum. Í nær öllum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi miklu tjón með fræðslu, réttu verklagi og verkferlum. Farið verður yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu: Ábyrgð verktaka á brunavörnum á framkvæmdatíma Ábyrgð mismunandi aðila á mismunandi þáttum Brunavarnir í öryggis- og heilbrigðisáætlun framkvæmda Dæmi um eldsvoða í framkvæmdum, afleiðing og lærdómur Lagalegar Öryggis – og Heilbrigðiskröfur Áhættumat og eldhættumat framkvæmda Uppbygging Öryggis – og Heilbrigðisáætlunar, ásamt neyðaráætlun á framkvæmdatíma Logaleyfi útskýrt ásamt öðrum dæmum um forvarnir/eldvarnir Hönnunargögn brunavarna, hvaða gögn þurfa að liggja fyrir, deilihönnun Deilihönnun á brunavörnum, gögn og frágangur Hvað þarf að liggja fyrir í öryggis- og lokaúttekt Útfærsla og hönnun brunavarna á framkvæmdasvæðum. Ný byggingarefni, nýjar áskoranir í brunavörnum á framkvæmdatíma
Kennari
Davíð Sigurður SnorrasonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu kynnir Hannarr ehf. þrjá mikilvæga þætti í nýjustu útgáfu BYGG-kerfisins. Sýnt verður hvernig kerfið gerir tillögur að kostnaðaráætlunum, verkáætlunum og hvernig hægt er að fylgast með framvindu verka í sérstöku framvindukefi þar sem framkvæmdum er fylgt eftir allt frá byrjun til loka og passað upp á að kostnaður og verktími verði sá sem samið er um.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið veitir réttindi á byggingakrana. Tilgangur þess er að þátttakendur öðlist þekkingu á helstu gerðum þessara tækja ásamt stjórnun og meðferð þeirra. Einnig er farið yfir vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum. Að lokinni verklegri þjálfun og verklegu prófi fá þátttakendur full réttindi til að stýra tækjunum.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir starfsmenn verktakafyrirtækja, iðnmeistara, hönnuði og aðra sem annast val og innkaup á byggingarvörum. Tilgangur þess að þátttakendur kunni skil á CE merkingum á byggingavörum, reglur um þær og geti hagað innkaupum í samræmi við þær.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir byggingamenn sem vilja nýta sér tækni fjórðu iðnbyltingarinnar. Fjallað er um þá möguleika sem bjóðast við notkun dróna s.s. eftirlit, magntöku, mælingar o.fl. Einnig er farið yfir gerðir dróna og helstu atriði sem hafa þarf í huga við notkun þeirra. Hluti námskeiðsins er verklegur þar sem þátttakendur fá að stýra drónum.