Grunnur í Illustrator er undirstöðunámskeið til þess að koma þeim af stað sem sjaldan eða aldrei nota Illustrator en vildu gjarnan geta notað það af öryggi við úrlausn ýmissa verkefna.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeið fyrir þá sem notast við Illustrator af og til en vilja bæta hressilega við kunnáttu sína á forritinu. Farið er vel yfir algengustu tól og tæki sem notuð eru og hulunni svipt af fleiri minna þekktum atriðum
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Flestir sem starfa við hönnun eða forvinnslu þurfa að nota Illustrator forritið. Nú er kominn tími til þess að opna fyrir fleiri möguleika þess. Farið er í nýjungar í forritinu og gamlar lítt þekktar brellur, sem allir þurfa að kunna, dregnar fram í dagsljósið.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Það er hægt að flýta fyrir sér í InDesign með fleiru en hraðvirkari tölvu. Flýtiskipanir, hnappaskipanir, innbyggðar og heimagerðar; skriftur sem fylgja forritinu eða fást ókeypis; Creative Cloud Libraries; litstillingar og ótal aðrar, oft lítt þekktar, leiðir finnast í forritinu til þess að flýta fyrir sér.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
InDesign fyrir algjöra byrjendur kynnir byrjendum hratt og örugglega grunneiginleika og möguleika forritsins. Lykilatriði forritsins eru skoðuð með stuttum æfingum og sömuleiðis tengsl og samspil InDesign við nokkur önnur Creative Cloud forrit.
Kennari
Sigurður ÁrmannssonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er sniðið fyrir hönnuði á teiknistofum sem vilja auka þekkingu sína á InDesign og uppgötva nýjar og jafnvel óvæntar leiðir til lausna á ýmsum þrautum.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
InDesign gunnur kynnir byrjendum hratt og örugglega grunneiginleika og möguleika forritsins. Lykilatriði forritsins eru skoðuð með stuttum æfingum og sömuleiðis tengsl og samspil InDesign við nokkur önnur Creative Cloud forrit.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið fyrir þá sem hafa nokkra reynslu af notkun forritsins en vilja auka þekkinguna og bæta verklagið. Kafað er dýpra inn í forritið, enda af nógu að taka. Unnið með verkefni þar sem koma fyrir öll algengustu viðfangsefni við gerð bóka og bæklinga, auglýsinga og veggspjalda.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Námskeiðið er sniðið fyrir hönnuði á teiknistofum sem vilja auka þekkingu sína á InDesign og uppgötva nýjar og jafnvel óvæntar leiðir til lausna á ýmsum þrautum.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði er hulunni svipt af notkun Grep-skipana í InDesign og kennt að nýta þær við margvíslegar aðstæður sem notendur kannast við frá vinnu sinni.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa lokið Photoshop grunni, eða hafa nokkra reynslu af því að nota Photoshop og vilja útvíkka aðeins þekkingu sína við að leysa ýmis verk í forritinu. Val og möskun, adjustment layers, litabreytingar eftir ýmsum leiðum, algengir filterar og fleira.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið er yfir nýjungar i Photoshop og unnar myndir til þess gera þær athyglisverðari. Með æfingum er farið í Select & Mask og fleiri leiðir til þess að velja og maska; Adjustment Layers, Levels og Curves, Camera Raw filter, Liquify, Colour Lookup Tables, Textures og fleira.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði verður fjallað um ýmis verkfæri í Photoshop fyrir lengra komna.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Yfirferð á grunnþáttum og möguleikum fyrir mynd- og hljóðvinnslu í Premiere Pro CC. Hvernig flytur þú inn myndbrot, grunn þekking á klippimöguleikum, bæta inn texta, tónlist og grafík. Kynning á hugtakinu „codec" og notkun MediaEncoder CC til að útbúa allskyns afhendingarskrár fyrir mismunandi miðla og áhorfstæki.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Framhald af Premiere I þar sem bætt er við þekkinguna með vinnslu á bæði HD og 4K efni. Aukið við þekkinguna á „advanced" möguleikum í Premiere forritinu. Kynning á notkun Photoshop forritsins til að útbúa grafískar skrár fyrir klipp. Farið er yfir „Multi-Cam" klippingu, litaleiðréttingu, samsetningu, lokafrágang og afritun.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Hvað tekur við eftir að gögnum „Tilbúið til prentunar“ er skilað inn til umbúðaframleiðanda? Hvernig gögnin eru rýnd til að ákveða framleiðsluferlið og nauðsynlega íhluti sem þarf til að úr verði nothæft umbúðaform.
Kennari
María Manda ÍvarsdóttirFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Grunnatriði í gerð viðtalsmyndbanda. Nemendur læra að taka upp og klippa myndbönd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum. Einnig er farið í hagnýt atriði við notkun símtækja til viðtalsgerðar.
Kennari
Steinar JúlíussonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu er farið yfir helstu undirstöðuatriði við vinnslu í grafískri hreyfimyndagerð í After Effects, þar sem lögð verður áhersla á að gæða letur og grafík lífi sem nýtist í ýmiskonar myndvinnslu og myndbandagerð. Í lok námskeiðs munu nemendur klára verkefni með myndbandi eftir forskrift líkt og um skil á sjónvarpsauglýsingu sé að ræða.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig hægt er staðsetja grafík inní myndefni þar sem myndavél er á hreyfingu. Sú aðferðafræði sem kennd er á námskeiðinu er eins og sú aðferð sem er notuð við tæknibrellur kvikmynda. Þeir möguleikar sem eru í boði fyrir einstaklinga, heima í stofu, í vinnslu tæknibrella, gæti komið sumum á óvart sem halda að sé aðeins fagmönnum fært að framkvæma í After Effects.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Gerð þrívíddar-hreyfimynda með After Effects og Cinema 4D. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir í þrívídd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.